Fótbolti - Eyþór Orri hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV

01.mar.2018  08:21

Eyjapeyjinn Eyþór Orri Ómarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV. Eyþór er 14 ára gamall framherji sem á að baki tvo leiki með U-16 ára landsliði Íslands. Eyþór hefur æft með meistaraflokki karla á þessu undirbúningstímabili ásamt því að taka þátt í æfingaleikjum með liðinu. Virkilega efnilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. Við óskum honum og félaginu innilega til hamingju.