Fótbolti - Yvan Erichot nýr leikmaður ÍBV

14.des.2017  16:24

ÍBV hefur gert samning við franska leikmanninn Yvan Erichot.
Yvan sem er alinn upp í hinni eftirsóttu Monaco-Akademíu, á að baki 82 leiki í tveimur efstu deildum Belgíu.
Um er að ræða fljótan varnarmann sem lék á síðasta tímabili með Leyton Orient í Ensku C-deildinni.

Félagið telur að um góðan liðstyrk sér að ræða fyrir komandi leiktíð.