Fótbolti - A landslið kvenna - Sísí Lára í hópnum á móti Færeyjum

31.ágú.2017  11:08

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið Sigríði Láru Garðarsdóttur í hópinn sem mætir Færeyjum á Laugardalsvelli mánudaginn 18. september kl. 18:15. Þetta er fyrsti leikur landsliðsins fyrir undankeppni HM í Frakklandi 2019.

Þess má geta að KSÍ ætlar að bjóða frítt á leikinn og þannig þakka fyrir stuðninginn á EM í Hollandi á þessu ári þar sem íslenskir stuðningsmenn voru í sérflokki.

ÍBV óskar Sísí Láru innilega til hamingju með valið.