Fótbolti - Sunna Sigurjónsdóttir ráðin framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar karla

21.okt.2016  08:25

Sunna Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar karla hjá ÍBV íþróttafélagi. Sunna er lögfræðingur að mennt og bindum við miklar vonir við hennar störf. Hún mun hefja störf hjá félaginu mánudaginn 24. október. 

Skrifað var undir ráðningarsamning við hana á 900 Grillhúsi í gær á myndinni með Sunnu eru þeir Haraldur Bergvinsson fulltrúi knattspyrnudeildar og Hólmgeir Austfjörð annar eigenda 900 Grillhúss.