Fótbolti - Ungar stúlkur gera samning við ÍBV knattspyrnu kvenna.

30.mar.2015  07:55
Í gær skrifuðu 9 ungar stúlkur undir leikmannasamning við ÍBV.  Þetta eru stúlkur úr árgöngum 1996-1999.  Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið sem er nú á leið í æfinga og keppnisferð til Spánar.  Í ferðina fara 28 leikmenn ásamt 5 manna þjálfara og fararstjórn.  Í ferðinni leikur meistaraflokkur einn æfingaleik ásamt því að æfa stíft undir stjórn Ian Jeffs en 2.flokkur mun bæði æfa og taka þátt í Costa Blanca Cup sem er árlegt mót sem haldið er á Costa Blanca svæðinu.
Stúlkurnar sem skrifuðu undir samning í gær eru þær Ásta María Harðardóttir, María Björk Bjarnadóttir, Sigríður Sæland, Díana Helga Guðjónsdóttir, Margrét Íris Einarsdóttir, Inga Hanna Bergsdóttir, Bríet Stefánsdóttir, Sóldís Gylfadóttir og Unnur Ástrós Magnúsdóttir.  Í æfinaferðinni munu fleiri leikmenn skrifa undir leikmannasamninga við ÍBV.
ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með nýja samninga og óskar þeim velfarnaðar á komandi leiktímabili.
ÁFRAM ÍBV.