ÍBV hefur fengið til sín á reynslu hollenska leikmanninn Mees Siers. Hann er 27 ára gamall og á að baki landsleiki með yngri landsliðum Hollands. Mees getur bæði leikið í stöðu bakvarðar sem og á miðsvæðinu, en er aðallega hugsaður sem miðjumaður hjá ÍBV.
Mees á að baki yfir 100 leiki í hollensku 1. deildinni með AGOVV Apeldoorn og Helmond Sport. Hann gerði stuttan samning við Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni sl. haust og lék með þeim til síðustu áramóta.
Hann kemur til landsins í dag og mun mæta til æfinga á morgun, miðvikudag, og æfa með liðinu næstu daga í Eyjum.
ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar
Knattspyrnuráð ÍBV