Með ráðningu Jóhannesar Þórs Harðarsonar þjálfara mfl. karla var lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að byggja upp öflugt Pepsídeildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár. Einnig er verkefni Jóhannesar að koma að mótun yngri leikmanna félagsins í góðu samstarfi við þá þjálfara sem starfa hjá félaginu.
ÍBV ætlar sér að hlúa vel að þeim yngri leikmönnum félagsins sem eru í 2. og 3. flokki félagsins og um leið að skapa þeim sem besta umgjörð til að vaxa og dafna sem leikmenn undir merkjum ÍBV. Hjá ÍBV er að koma upp stór hópur yngri leikmanna sem hafa náð góðum árangri í yngri flokkum félagsins. Því er mikilvægt að nýta vel þennan efnivið og um leið að byggja upp sterkt lið ÍBV.
Leikmennirnir eru þessir:
Andri Ísak Sigfússon – Fæddur 1998 og er á 1. ári í 2. flokki karla.
Aron Örn Þrastarson – Fæddur 1998 og er á 1. ári í 2. flokki karla.
Ásgeir Elíasson – Fæddur 1998 og er á 1. ári í 2. flokki karla.
Breki Ómarsson - Fæddur 1998 og er á 1. ári í 2. flokki karla.
Daníel Ingi Sigurjónsson - Fæddur 1998 og er á 1. ári í 2. flokki karla.
Elliði Snær Viðarsson - Fæddur 1998 og er á 1. ári í 2. flokki karla.
Guðmundur Tómas Sigfússon - Fæddur 1997 og er á 2. ári í 2. flokki karla.
Hallgrímur Þórðarson – Fæddur 1997 og er á 2. ári í 2. flokki karla.
Hákon Jónsson – Fæddur 1998 og er á 1. ári í 2. flokki karla
Kristján Birkisson - Fæddur 1998 og er á 1. ári í 2. flokki karla.
Tómas Aron Kjartansson - Fæddur 1997 og er á 2. ári í 2. flokki karla.
Knattspyrnuráð ÍBV óskar öllum þessum leikmönnum til hamingju og væntir mikils af þeim í framtíðinni.
ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.