Fótbolti - FRAMTÍÐ KNATTSPYRNUNNAR Í VESTMANNAEYJUM

09.sep.2014  11:15

Velunnarar knattspyrnunnar í Eyjum

Á morgun, miðvikudaginn 10. september kl. 20.00, verður opinn fundur í Týsheimilinu fyrir velunnara knattspyrnunnar hjá ÍBV.  Að fundinum standa velunnarar knattspyrnunnar, bæði hinir almennu stuðningsmenn sem og þeir/þau sem sitja í ráðum ÍBV-íþróttafélags.

 

Á fundinum er hugmyndin að ræða stöðuna í heild sinni þ.e. frá yngri flokkum félagsins og upp í meistaraflokka.  Þau atriði sem verða m.a. rædd eru þessi:

  • Hvert eigum við að stefna?
  • Hvernig ætlum við að ná markmiðum okkar?
  • Hvernig ætlum við að hlúa að og efla upprennandi leikmenn félagsins?
  • Hvernig ætlum við að ná í meira fjármagn fyrir knattspyrnuna?
  • Fyrir hvað á ÍBV að standa?
  • Hvernig nýtum við enn betur samstarfið við KFR og KFS?
  • Hvernig búum við til öflugan hóp, BAKHJARLA, sem vinnur þétt að markmiðum knattspyrnunnar?

 

Það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa metnað fyrir hönd knattspyrnunnar og eru tilbúnir/tilbúnar til að leggja sitt af mörkum, fjölmenni á fundinn.  Tilgangurinn er skýr að gera starf knattspyrnunnar eins öflugt og mögulegt er og um leið að skapa framtíðarleikmenn félagsins.  Til að geta gert það sem best þá er mikilvægt að fá sem flestar ábendingar um atriði sem þarf að bæta sem og að huga vel að.

 

ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.

 

Velunnarar knattspyrnunnar í Eyjum.