Fimm frá ÍBV í U-18.

15.maí.2014  12:55
Í dag völdu þjálfarar U-18 ára landsliðs Íslands í handbolta karla og kvenna hópa sína annars vegar æfingahóp hjá drengjum og hins vegar lokahóp hjá stúlkum.
Hjá stúlkunum völdu þau Hilmar Guðlaugsson og Inga Fríða Tryggvadóttir lokahóp sinn fyrir European Open sem fram fer í Gautaborg dagana 30.júní - 5.júlí.  Erla Rut Sigmarsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Arna Þyrí Ólafsdóttir voru allar valdar frá ÍBV.
Þá voru þeir Dagur Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson valdir í 36 manna æfingahóp hjá drengjunum en þjálfarar þeirra eru Einar Guðmundsson og Sigursteinn Arndal.  Æfingarnar fara fram dagana 24 og 25.mai.
 
ÍBV óskar þessum efnilegu handboltakrökkum innilega til hamingju með þennan árangur.