Knattspyrnulið kvenna varð fyrir miklu áfalli þegar Hollendingurin Kim Dolstra sleit krossband í landsleik. Kim var nýkomin inná sem varamaður þegar áfallið dundi yfir. Það er því ljóst að ÍBV verður án varnarmannsins sterka í sumar. Ekki hefur verið ákveðið hvort annar leikmaður verði fengin í staðinn en það gæti reynst afar erfitt þar sem leikmenn eru yfirleitt búnir að binda sig á þessum tíma. ÍBV hefur unnið tvo af fimm leikjum sínum í Lengjubikarnum og þarf að bíða fram á fimmtudag því þá leika Breiðablik og Valur síðasta leikinn í deildinni og ef Breiðablik sigrar eða leikurinn fari jafntefli þá kemst ÍBV áfram og mætir Blikum miðvikudaginn 23.apríl.
Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að nú má Sigríður Lára Garðarsdóttir fara spila en hún hefur tekið þátt í öllu á æfingum síðan í byrjun mars.
ÍBV óskar Kim alls hins besta í hennar bata og vonandi sjáum við Kim spila á Hásteinsvelli sumarið 2015.