Fótbolti - Stuðningsmannaspjall með Sigurði

23.mar.2014  19:36
Í gær, laugardag, kom Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta í heimsókn og fór yfir stöðuna á liðinu með stuðningsmönnum  liðsins fyrir sumarið. Fundurinn var vel sóttur en um 20 manns mættu og hlýddu á þjálfarann.

Sigurður byrjaði á að fara yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikmannahópnum síðustu mánuðina, bæði þeir sem eru farnir og komnir, ásamt mikilvægi endurnýjunnar á samningum við nokkra leikmenn. Heilt yfir hafa ástæður leikmanna sem hafa farið verið vegna breyttra aðstæðna eins og í tilfelli Aaron Spear og Ragnars Péturssonar þar sem ÍBV og leikmennirnir voru sammála um að þyrftu að breyta til.

 

Á fundinum lýsti Sigurður einnig yfir ánægju sinni með að nást hafi verið að endurnýja samninga við leikmenn eins og Matt Garner, Víði Þorvarðarson og Gunnar Þorsteinsson ásamt því að Eiður verður áfram á láni frá Örebro. Að mati Sigurðar eru þetta allt góðir leikmenn sem munu hjálpa liðinu. Að sama skapi hafa nokkrir leikmenn komið sem eykur samkeppni í liðinu og eykur gæði og taldi hann upp leikmenn eins og Abel, Jökul I, Atla Fannar ásamt Dominic og Jonathan.

 

Varðandi undirbúningstímabilið fór Sigurður yfir að hann ásamt Dean Martin aðstoðarþjálfara hafa verið að skoða leikmenn í mismunandi stöðum og styrkleika þeirra. Hann tók fram að leikirnir á undirbúningstímabilinu hafa verið jafnir en helst væri að vantaði upp á styrkingu framá við.

 

Framundan hjá liðinu er æfingaferð 2-11 apríl og telur Sigurður hana mikilvæga fyrir liðið til að stilla saman strengi sína. Fyrirhugað er að nýta æfingaferðina til að fara yfir taktík, setja markmið fyrir sumarið og jafnvel ná einum æfingaleik.

 

Í lokin þakkaði Sigurður fyrir stuðningin og var sagðist vera ánægður með viðhorf leikmanna og hversu vel þeir hafa verið að bæta sig undanfarna mánuði.