Fótbolti - Tveir frá ÍBV í U-21 í knattspyrnu.

24.feb.2014  16:11

Lykilleikur í riðlinum - Frakkar leika degi fyrr

24.2.2014

U21 landslið karla mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 ytra þann 5. mars næstkomandi, sama dag og A karla leikur vináttuleik gegn Wales í Cardiff og A kvenna mætir Þýskalandi í Algarve-bikarnum.  Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 karla, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir leikinn í Astana.  

U21 landsliðshópurinn

MarkmannFæddurLeikirMörkFyrirliðiFélag
Rúnar Alex Rúnarsson1802956  N Sjælland
Frederik August Albrecht Schram190195   OB
      
Aðrir leikmenn     
Hörður Björgvin Magnússon11029310  Spezia
Jón Daði Böðvarsson250592102 Viking 
Guðmundur Þórarinsson1504929  Sarpsborg
Emil Atlason22079377 KR
Andri Rafn Yeoman1804926  Breiðablik
Arnór Ingvi Traustason30049361 Norrkoping
Brynjar Gauti Guðjónsson2702926 1ÍBV
Hólmbert Friðjónsson19049361 Celtic
Kristján Gauti Emilsson2604936  FH
Sverrir Ingi Ingason050893616Viking 
Hjörtur Hermannsson0802955  PSV
Orri Sigurður Ómarsson1802955  AGF
Emil Pálsson1006934  FH
Árni Vilhjálmsson0905942  Breiðablik
Gunnar Þorsteinsson1002942  ÍBV
Tómas Óli Garðarsson2510932  Breiðablik
      
LiðsstjórnHlutverk    
Eyjólfur SverrissonÞjálfari    
Tómas Ingi TómasssonAðst. þjálfari    
Hjalti KristjánssonLæknir    
Róbert MagnússonSjúkraþjálfari    
Þórður ÞórðarssonMarkmannsþjálfari    
Lúðvík JónssonBúningastjóri    
Guðlaugur Kristinn GunnarssonLiðsstjóri    
Vignir ÞormóðssonAðalfararstjóri    
Gísli GíslasonFararstjóri    

Lykilleikur í riðlinum

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur, því með sigri getur íslenska liðið náð 9 stiga forskoti á Kasakstan, sem er í þriðja sæti riðilsins.  Frakkar sitja sem stendur á toppi riðilsins með fullt hús stiga úr fimm leikjum og geta treyst stöðu sína enn betur þann 4. mars, daginn áður en Ísland á leik, þegar þeir mæta Hvít-Rússum í Le Mans í Frakklandi.  Næstu umferðir í riðlinum eru svo ekki fyrr en í september og eru það lokaumferðirnar.
 
ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum innilega til hamingju með þennan árangur.