Fótbolti - 68. Ársþing KSÍ - Vestmannaeyingur í aðalstjórn

17.feb.2014  18:57
Um liðna helgi fór fram 68. ársþing KSÍ og var það haldið að þessu sinni á Akureyri, höfuðborg norðurlands.
Þingið var vel sótt og mörg mál tekin fyrir. Fyrir Vestmannaeyinga bar þó hæðst framboð Jóhannesar Ólafssonar til setu í aðalstjórn samtakanna. Í boði voru 4 stjórnarsæti en 6 einstaklingar óskuðu eftir að fylla þau sæti.  
 
Það er skemmst frá því að segja að Jóhannes, sem setið hefur í varastjórn samtakanna frá árinu 2000, hlaut góða kosningu og situr því í aðalstjórnstjórn KSÍ næstu tvö árin. 
 
Knattspyrnudeild ÍBV óskar Jóhannesi innilega til hamingju með árangurinn.

Mynd: fenginn af heimasíðu KSÍ á Facebook.