Fótbolti - Fréttir af knattspyrnu kvenna.

27.jan.2014  09:06
Meistara og 2. flokkur kvenna í fótbolta hefur leikið sitthvora tvo leikina undanfarið.  Meistaraflokkur sigraði lið Þróttar 4-0 með mörkum frá Þórhildi 2, Bryndís Hrönn 1 og Hlíf 1.  Síðastliðin föstudag sigraði ÍBV svo lið Fjölnis 2-1 með mörkum frá Ana Maria og Bryndísi Hrönn.  Mjög margir ungir leikmenn hafa fengið að stíga sín fyrstu skref með liðinu.  Á föstudag léku stúlkur úr 2. og 3. flokki stóran kafla úr leiknum leikmenn eins og Júlíana Sveinsdóttir, Magnea Jóhannssdóttir úr 2. flokki og úr 3. flokki Jóhanna Helga Sigurðardóttir, Sirrý Sæland, Gígja Sunneva Bjarnadóttir, Díana Helga Guðjónsdóttir.  Allar lofa þessar stúlkur góðu fyrir framtíðina.
 
2. flokkur lék um þar síðustu helgi gegn HK/Víking og sigraði 4-0 með mörkum frá Tönju Rut, Díönu Helgu 2 og Magneu.  Nú á laugardag sigruðu svo stúlkurnar lið KR/Gróttu 3-2 í hörku leik þar sem Margrét Lára skoraði sigurmarkið á lokamínútum leiksins en Margrét skoraði tvö mörk í leiknum og Tanja Rut 1.
Liðin leika aftur um næstu helgi.  Mfl. gegn KR og 2. flokkur gegn Haukum.
ÁFRAM ÍBV.