Elísa Viðarsdóttir sem hefur verið einn albesti leikmaður ÍBV undanfarin ár ásamt því að vera fyrirliði liðsins er farin til Svíþjóðar sem atvinnumaður í knattspyrnu. Elísa er gengin til liðs við Kristianstad sem leikur í úrvalsdeildinni þar. Margrét Lára systir Elísu hefur leikið í nokkur ár hjá þeim þó með hléum meðan hún lék í Þýskalandi en þangað komast eingöngu þeir bestu. Þetta er gífurlega mikill heiður fyrir Elísu og í leiðinni fyrir ÍBV að eignast atvinnumann. Í samtali við íbvsport.is sagði Elísa þetta vera draumi líkast þ.e að geta lifað af því að leika knattspyrnu og geta stundað nám sitt af kappi í leiðinni. Elísa vill þakka öllum sínum samstafsmönnum og stuðningsmönnum í gegnum tíðina kærlega fyrir samstarfið og vonast til að spila aftur með ÍBV í framtíinni.
Stjórn knattspyrnudeildar kvenna þakkar Elísu innilega sitt framlag til félagsins en Elísa á stóran þátt í því að koma liðinu á þann stað sem það er á í dag og í leiðinni óskar deildin henni velfarnaðar í nýju liði.