Fótbolti - Nýr framkvæmdastjóri hjá knattspyrnudeild

23.des.2013  15:56

Eyjapeyinn Hjálmar Jónsson tekur til starfa um áramótin

Hjálmar Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV og tekur hann til starfa um áramótin.

Hjálmar er stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og lauk B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á vörustjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hjálmar útskrifaðist með M.Sc. í fjármálum frá University of Stirling í Bretlandi og hefur einnig lokið löggildingu í verðbréfamiðlun frá HR.

 

Frá árinu 2012 starfaði Hjálmar hjá Arion banka sem sérfræðingur í innri endurskoðun. Á árunum 2006 – 2012 starfaði hann sem þjónusturáðgjafi hjá bankanum ásamt því að vera verðbréfa- og lífeyristengill.

 

Knattspyrnudeild ÍBV væntir mikils af störfum Hjálmars á komandi misserum og bíður hann velkominn til starfa fyrir félagið.

 

Val Smára Heimissyni eru þökkuð vel unnin störf fyrir knattspyrnudeild ÍBV á undanförnum 2 árum og óskum við honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

 

Áfram ÍBV!

 

Óskar Örn Ólafsson
formaður knattspyrnudeildar ÍBV