Dean Martin verður aðstoðarþjálfari ÍBV

Fótbolti - Undirskriftir hjá meistaraflokk karla í fótbolta

27.okt.2013  12:56
 Knattspyrnudeild ÍBV réði í dag Dean Edward Martin sem aðstoðarþjálfara til þriggja ára. Á dögunum var Sigurður Ragnar Eyjólfsson ráðinn þjálfari ÍBV og er þjálfarateymi liðsins því fullskipað. Þá skrifaði Atli Fannar Jónsson undir tveggja ára samningi en þessu efnilegi leikmaður kemur í Breiðablik.

 Dean Martin kom til Íslands árið 1995 frá Englandi til að leika með KA á Akureyri. Hann lék með liðinu til ársins 2004, utan ársins 1998 er hann spilaði með ÍA á Akranesi. Frá árinu 2005 hefur Dean Martin síðan spilað með Skagamönnum og KA á víxl og á yfir 300 leiki með liðunum. Síðustu misseri hefur hann verið spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍA. Áður hafði hann einnig verið spilandi aðstoðarþjálfari KA. Dean Martin hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna og mun því ekki leika með Eyjamönnum.

 

Þá skrifaði ungur og efnilegur framherji einnig undir samning við ÍBV í dag. Atli Fannar Jónsson kemur frá Breiðabliki, en hann á jafnframt landsleiki með undir 17 ára og 19 ára landsliðum Íslands. Samningur hans við ÍBV er til tveggja ára.

 

„Við erum afskaplega ánægðir með að fá Dean Martin til liðs við okkur Eyjamenn. Hann hefur mikla reynslu og þekkir íslenska knattspyrnu vel eftir að hafa leikið hér á landi í hartnær 20 ár með landsbyggðarliðunum KA og ÍA. Við væntum mikils af samstarfi þeirra Sigurðar Ragnars og Dean Martins. Við erum jafnframt í óða önn að vinna að leikmannamálunum og til marks um það skrifaði ungur og efnilegur framherji undir samning við ÍBV,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.

 

 

Áfram ÍBV!

 

Óskar Örn Ólafsson
formaður knattspyrnudeildar ÍBV