Fótbolti - Óheppni að Hlíðarenda.

19.maí.2013  18:06

Valur og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli

Kvennalið ÍBV lék í gær gegn liði Vals að Hlíðarenda.  Það má með sanni segja að markaskorun ÍBV hafi verið í lágmarki þennan dag þrátt fyrir 3.mörk.  Það lá ekki fyrir sumum leikmönnum ÍBV að skora því ótrúlegur fjöldi dauðafæra fór forgörðum og því jafntefli staðreynd í stórskemmtilegum leik. 
ÍBV komst yfir eftir 9 mínútur með marki frá Þórhildi eftir glæsilega fyrirgjöf Sóleyjar.  Valsstúlkur fengu óverðskuldaða vítaspyrnu á 15.minútu sem þær jöfnuðu úr.  Á 25.mínútu skoruðu Valsstúlkur sitt annað mark eftir varnarmistök ÍBV.  2-1 var því staðan í leikhléi.  Á fyrstu 10.mínútum seinni hálfleiks hefðu leikmenn ÍBV hæglega getað skorað 3.mörk þar á meðal úr vítaspyrnu en inn vildi boltinn ekki.  Á 60.mínútu skoruðu Valsstúlkur algjörlega gegn gangi leiksins eftir mistök í vörn ÍBV.  Eyjastúlkur neituðu að gefast upp og á 70.mínútu skoraði Sabrína eftir aukaspyrnu frá Sísí Láru en boltinn fór tvívegis í slána áður en Sabrína skallaði í netið.  Áfram hélt ÍBV að sækja og skapa sér dauðafæri sem ekki nýttust en á 86.mínútu fékk ÍBV aukaspyrnu rétt utan vítateigs Vals sem Vesna skoraði úr með glæsilegu skoti.  3-3 því lokatölur leiksins.  á 90.mínútu fékk Jón Óli svo rautt spjald fyrir ansi litlar sakir og verður því í leikbanni í næsta leik sem verður gegn Þrótti á miðvikudag hér á Hásteinsvelli kl. 18.00.
ÍBV varð fyrir miklu áfalli í leiknum því spænski varnarmaðurinn Ana María varð fyrir meiðslum í fyrri hálfleik og verður sennilega frá í 3 vikur.
Heimir Hallgrímsson mun stjórna liðinu á miðvikudag í fjarveru Jóns Óla.
 
Áfram ÍBV.