Yngri flokkar - Handboltaskóli ÍBV

26.feb.2013  14:17
Handboltaskólinn byrjaði 11. september og er hann fyrir stráka og stelpur í 1. og 2. bekk. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13.45-14.30. Þjálfarar eru Björn Elíasson kennari og Ása Ingibergsdóttir viðskiptafræðingur og að auki eru fimm krakkar úr 10. bekk GRV sem eru aðstoðarþjálfarar

Mikill fjöldi hefur mætt á æfingar þetta haust eða 45-50 krakkar. Á hverja æfingu í haust mættu 32 – 37 krakkar. Vegna fjölda skiptum við hópnum í tvo sali. Þar höfðum við sex þrautir í hvorum sal. Nú höfum við breytt, því á hverja æfingu eru að mæta 28 -33 og höfum við allan hópinn saman í einum sal og erum með átta þrautir. Ef fleiri mæta getum við alltaf skipt í tvo sali. Kemur þessi breyting mjög vel út.

Um jólin þegar síðasta æfingin var í handboltaskólanum var boðið uppá foreldra-/forráðamannaæfingu þar sem krakkarnir voru að sýna hvað þau höfðu lært. Æfingar munu vera til 15. maí með hléi í kringum páskana.

Með kveðju

Þjálfarar