Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið Guðmund Þórarinsson í hópinn sem mætir Belgum ytra í undankeppni EM 2013. Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlinum en leikurinn fer fram mánudaginn 10. september og verður leikið á Freethiel Stadium í Beveren.
Af 18 leikmönnum er 9 nýliðar í þessum hópi og verður spennandi að fylgjast með þessu unga liði etja kappi við Belga.
Ísland er í neðsta sæti riðilsins með 3 stig og komu þau eftir sigur gegn Belgum á heimavelli. Englendingar eru í efsta sæti riðilsins en Norðmenn eru þar skammt á eftir.
Hér að neðan er linkur á allan hópinn sem Eyjólfur valdi.
http://www.ksi.is/media/landslid/U21karla/U21-karla-Belgia-sept-2012.pdf