Það blés ekki byrlega eftir 5.mín leik í gær er Valsstúlkur heimsóttu ÍBV á Hásteinsvöll. Eftir 5 mínútna leik var staðan orðin 2-0 fyrir Val sem lék undan sterkum vindi og áttu heimastúlkur í mestu vandræðum með að hemja lið Vals. Er leið á hálfleikinn fóru ÍBV stúlkur að spila betur og áttu nokkrar lofandi sóknir en náðu ekki að skora. Staðan í hálfleik var 2-0. Í seinni hálfleik tók ÍBV öll völd á vellinum og uppskar 4 mörk. Danka Podovac skoraði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu algjört gull af marki. Vesan Smiljkovic skorða svo jöfnunarmarkið er hún fylgdi eftir fyrirgjöf Shaneku Gordon og skoraði af öryggi. Það var svo Shaneka sem náði forystu fyrir ÍBV eftir að hafa fengið góða sendingu frá Vesnu. Stuttu síðar gulltryggði ÍBV sigurinn með marki frá Kristínu Ernu eftir góðan undirbúning frá Andreu Ýr Gústavsdóttur.
Glæsilegur sigur staðreynd og vonandi að stúlkurnar standi sig svona vel í sumar.