Fótbolti - Herrakvöld fótboltan í kvöld!

11.maí.2012  10:45
 Knattspyrnudeild ÍBV heldur sitt árlega herrakvöld föstudaginn 11.maí. Að þessu sinni verður skemmtunin haldin í Hallarlundi, húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl.20. Veislukokkar verða Kári Fúsa, Kristó, Hjalli ásamt Einsa Kalda ofl. 
Skemmtiatriðin eru einnig í dýrari kantinum. Fyrst skal nefna ræðumann kvöldsins sem vart þarf að kynna en það er Landa maðurinn Gísli Einarsson, einnig mun Sveinn Waage troða upp með uppistand eins og honum einum er lagið. 

Veislustjóri kvöldsins er afreksmaðurinn Sævar Helgi Geirsson. 

Maggi þjálfari fer yfir komandi sumar, fastir liðir eins spurninga leikur borðana, búninga- og listaverka uppboð að ógleymdu glæsilegu happadrætti verða á sínum stað. 

Hinn fun heiti Gummi Tóta mun loka kvöldinu með nokkrum góðum lögum. 

Frábær skemmtun og matur á aðeins 4.500 kr. Þessi kvöld eru orðin fastur punktur í undirbúning fyrir fótboltasumarið. 

Fyrir stuðningsmenn af fastalandinu þá er heimaleikur hjá ÍBV gegn Breiðablik á fimmtudeginum og golfmót “Eimskip Open” á laugardeginum, um að gera að skella sér til eyja og eiga flotta helgi í góðum félagsskap.
 
Húsið opnar 19:00 borðhald byrjar 20:00 og verð fyrir mat og skemmtun er ekki nema 4.500 kr.