Fótbolti - Undirskriftir við unga leikmenn hjá ÍBV

02.maí.2012  11:12
    ÍBV skrifaði í gær undir samninga við 6 unga og efnilega leikmenn. Gerðir voru 3 ára samningar við þessa aðila.
ÍBV hefur verið að leggja mikið upp úr yngri flokka starfinu hjá sér. Tveir þjálfarar komu frá Englandi og sér annar þeirra um 2. flokk ÍBV. Ætlunin er að þetta skili sér upp í meistaraflokk. Einn leikmannana kom þó úr röðum Gróttu, þó hann sé ættaður úr Eyjum, en á eftir að styrkja 2. flokk mikið en það er Björn Axel Guðjónsson. 

Þeir leikmenn sem fengu samning hjá ÍBV í dag voru:
Hannes Jóhannsson - Varnarmaður
Óskar Elías Zoega Óskarsson - Miðjumaður
Jón Ingason - Miðjumaður
Björn Axel Guðjónsson - Framherji
Kristinn Skæringur Sigurjónsson - Miðjumaður
Björn Sigursteinsson - Miðjumaður

Þetta er góður dagur fyrir ÍBV og erum við stolt af því yngriflokkastarfi sem er í gangi hjá félaginu.