Hæ kæru Eyjamenn. Héðan er allt gott og æfingaferðin gengið mjög vel. Mikið tekið á, æft er tvisvar sinnum á dag, fyrir og eftir hádegi. Menn eru dálítið hnjaskaðir eftir harðar æfingar. Alltaf erfitt að byrja á grasinu. Mórallinn er góður og mjög mikilvægt að fá þennan tíma sama til að þjappa hópnum. Í gær spiluðum við svo tvo æfingaleiki við Fjölni sem gáfu okkur erfiða leiki og höfðum við sigur 2-0 í A-leik og 2-1 í B-leik. Erum að vinna í ýmsu, svo sem taktík, föstum leikatriðum og fleiru. Ekki hefur verið mikið um þá gulu, en samt hefur mönnum tekist að brenna og brann Rauða Ljónið ílla og er orðið alveg ótrúlega rautt þannig að fólk hér hræðist það. Nú Gauti Þorvarðar brann einnig og tók svo upp á því að fara í permanent og er fyrir vikið kallaður „Permi“ af okkur strákunum. Tvö hjón hafa orðið til í ferðinni og er ástin mikil hjá Jeffsy og Garner, svo ekki sé minnst á Gumma Tóta og Brynjar. Kæru Eyjamenn við vildum bara láta vita örlítið af okkur og viljum þakka allann þann stuðning sem við höfum fengið frá ykkur síðustu misserin. Vonandi skilum við því til ykkar með glæstum sigrum og skemmtilegum leikjum í sumar. Við höfum trú á okkur og verkefninu og ætlum okkur stóra hluti. Sjáumst hress á vellinum og tæklum þetta sumar!
Áfram ÍBV!
Kær kveðja,
Strákarnir ykkar