Fótbolti - ÍBV 3 - Vikingur R. 2

27.mar.2012  22:56
 Frestaður leikur ÍBV og Víkinga frá Reykjavík fór fram í kvöld. Fyrri ferð herjólfs féll niður og því var leikurinn spilaður klukkan 21:00. Eyjamenn komust yfir með marki frá Christian Olsen. Víkingar jöfnuðu metin en Aaron Spear kom Eyjamönnum yfir rétt fyrir hálfleik.
 ÍBV byrjaði svo síðari hálfleikinn betur en Christian Olsen kom ÍBV í 3 - 1. Víkingar misstu svo mann af velli á 59 mínútu en þrátt fyrir það tókst þeim að skora, en skot á mark Eyjamanna hafði þá viðkomu í Rasmus Christiansen, boltinn breytti um stefnu og endaði í netinu. Mörkin urðu ekki fleiri og fóru Eyjamenn með 3 - 2 sigur af hólmi.
 
Næsti leikur liðsins er 14. apríl gegn KA á Leiknisvelli. Sá leikur hefst klukkan 16:00.
 
Næst á dagskrá hjá Eyjamönnum er æfingaferð til Spánar, farið verður út 31. mars og komið heim 8. apríl. Við munum sýna ykkur myndir og færa ykkur fréttir af þeirri ferð hér á ibvsport.is