ÍBV byrjaði svo síðari hálfleikinn betur en Christian Olsen kom ÍBV í 3 - 1. Víkingar misstu svo mann af velli á 59 mínútu en þrátt fyrir það tókst þeim að skora, en skot á mark Eyjamanna hafði þá viðkomu í Rasmus Christiansen, boltinn breytti um stefnu og endaði í netinu. Mörkin urðu ekki fleiri og fóru Eyjamenn með 3 - 2 sigur af hólmi.
Næsti leikur liðsins er 14. apríl gegn KA á Leiknisvelli. Sá leikur hefst klukkan 16:00.
Næst á dagskrá hjá Eyjamönnum er æfingaferð til Spánar, farið verður út 31. mars og komið heim 8. apríl. Við munum sýna ykkur myndir og færa ykkur fréttir af þeirri ferð hér á ibvsport.is