Elísa Viðarsdóttir verður í byrjunarliði Íslands á morgunn er Ísland mætir Kína í næst síðasta leik liðsins á Algarve mótinu í Portúgal. Elísa er búin að taka þátt í hinum báðum leikjunum en henni hefur verið skipt inná í lok leikjanna beggja. Þetta er frábær árangur hjá Elísu sem hefur vakið athygli í hópnum fyrir vasklega framgöngu á æfingum og virðist vera uppskera eftir því.
U-19 ára landsliðið er á sama stað með þær Svövu Töru og Sísí Láru innanborðs. Liðið lék gegn Skotum í gær en tapaði 1-0 í hörkuleik. Sísí Lára var í byrjunarliði og Svava Tara kom inná á 75.mínútu.
Næsti leikur liðsins er á morgunn gegn Noregi.