Meistaraflokkur kom saman í Reykjavík um helgina og lék tvo leiki í Íslandsmótinu innanhús. Strákarnir eru þar í riðli með Sindra, Afríku og Leikni R. leikin er tvöföld umferð og kemst efsta liðið í úrslitakeppnina.
Strákarnir spiluðu tvo leiki við Sindra og unnu þá báða, þann fyrri 13-6 og þann síðari 20-2 og tylltu sér þar með á topp riðilsins.
Sjá meira.
Á laugardeginum léku strákarnir æfingaleik gegn Hetti og endaði sá leikur 7-1 fyrir ÍBV.
Margir ungir strákar léku með liðinu og stóðu sig vel, lík og Jón Ingason, Guðjón Orri Sigurjónsson, Friðrik Már og Bjarki Axelsson.
Þá er Pétur Runólfsson byrjaður að æfa aftur með liðinu eftir langt hlé og var hann meðal markaskorara um helgina. Einnig hefur strákur frá Bandaríkjunum æft með ÍBV í Reykjavík og var hann einnig meðal markaskorara.
Mörk ÍBV: Eyþór Helgi Birgisson tvö, Tryggvi Guðmundsson, Anton Bjarnason, Arnór Eyvar Ólafsson, Pétur Runólfsson og Charly Romero.
Næsta verkefni ÍBV er í Eyjum næstu helgi, en þá taka strákarnir á mói Afríku í Íslandsmótinu innanhús.