Fótbolti - Dragan Kazic áfram aðstoðarþjálfari meistaraflokks

25.okt.2011  17:59
 Dragan Kazic hefur verið endurráðin sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
 
Dragan kom fyrst til félagsins fyrir tímabilið 2010 og hefur verið aðstoðarjálfari meistaraflokksins við góða orðstír. Þetta verður því þriðja tímabil Dragans hjá félaginu.  Dragan er með UEFA A þjálfararéttindi og mun starfa við hlið Magnúsar Gylfasonar, en þeir félagar hefja formlega störf saman um mðjan nóvember. 
 
Þá hefur Gregg Ryder verið endurráðin sem þjálfari 2. flokks karla. Gregg tók við flokknum fyrir síðasta tímabil og náði eftirtektarverðum árangri með flokkinn, en drengirnir komust í undanúrslit bikarkeppninnar og voru hársbreidd frá því að komast upp í A-riðils í sumar. Gregg kom frá knattspyrnuakademíu Newcastle United.