Fótbolti - Ótrúlegur endasprettur.

11.sep.2011  13:28
Lið IBV sótti Valsstúlkur heim á Vodafone völl þeirra Valsara í gær.  Valsstúlkur byrjuðu leikinn afar vel og voru komnar í 2-0 eftil aðeins 5.mín.  Valsstúlkur voru mun sterkari framan af fyrri hálfleik og skoruð 3-0 á 23.mín.  IBV átti samt margar mjög góðar sóknir en tókst ekki að reka endahnútin á þær.  Berglind Björg skoraði þó úr einni slíkri á 39.mínútu eftir að IBV sundurspilaði lið Vals.  Í seinni hálfleik var IBV liðið mun betra enn í þeim fyrri en þrátt fyrir það bættu Valsstúlkur við 4.marki sínu á 63.mín.  Áfram héldu okkar stúlkur að sækja og uppskáru mark stuttu seinna þegar Danka skoraði stórglæsilegt mark með skoti utan teigs.  Berglind Björg minnkaði muninn í 4-3 eftir að hafa fengið sendingu frá Vesnu.  Örfáum mínútum fyrir leikslok skoraði Danka úr aukaspyrnu af um 25.metra færi og jafnaði þar með leikinn í 4-4.  Þegar nokkrar sekúndur voru eftir fengu okkar stúlkur svo mjög gott færi en markvörður Vals sá við þeim og lokatölur því 4-4.  IBV stúlkur sýndu gríðarlegan karakter að koma svona sterkar til baka og sýndu sanna Eyjabaráttu.
Þetta var lokaleikur mótsins og hafnaði IBV í 3.sæti.  Frábær árangur hjá nýliðunum.
 
IBV óskar þessum mögnuðu stúlkum innilega til hamningju með þetta sumar.