Fótbolti - Sorglegt tap gegn Stjörnunni.

28.ágú.2011  16:47
Það var bgoðið uppá mikla skemmtun á Hásteinsvelli á föstudag er IBV tók á móti Stjörnunni.  IBV byrjaði leikinn afar ílla og lenti tveimur mörkum undir fljótlega í fyrri hálfleik.  Eftir það náðu IBV stúlkur yfirhöndinni í leiknum og sköpuðu sér urmul af dauðafærum en nýttu þau ekki.  Seint í síðari hálfleik náði Danka að minnka muninn fyrir IBV með stórglæsilegu marki en nær komumst við ekki.  Reyndar komst Kristín Erna ein í gegn í lokin en var flögguð rangstæð sem var alrangur dómur og því lokatölur 2-1 fyrir Stjörnunni.  IBV er enn í 3.sæti deildarinnar og þurfa stúlkurnar að vinna hörðum höndum að því að halda því sæti.
Næsti leikur liðsins er í Grindavík á þriðjudag kl. 17.30
Við hvetjum alla til að mæta til Grindavíkur og hvetja stúlkurnar til sigurs.
 
ÁFRAM IBV.