Fótbolti - Frábærar stúlkur í stórsigri á Vesturbæjarstórveldinu.

17.ágú.2011  08:52
IBV stúlkur unnu stórglæsilegan sigur í gær á Hásteinsvelli er þær lögðu KR af velli 4-0.  KR byrjaði leikinn af miklum krafti og sótti stíft að marki IBV en vörn Eyjastúlkna stóð af sér þessa pressu.  Eftir um 10.mínútna leik fengu heimastúlkur hins vegar dauðafæri sem ekki nýttist.  Stuttu seinna skoraði Kristín Erna Sigurlásdóttir svo fyrsta markið eftir glæsilegan einleik.  IBV fékk nokkur góð færi til að auka forystuna en ekki gekk að nýta þau.  Staðan í hálfleik var því 1-0.  Í seinni hálfleik yfirspiluðu IBV stúlkur lið KR og bætti 3.mörkum við.  Berglind Björg skoraði glæsilegt mark eftir fyrirgjöf frá Vesnu og á 82.mín bætti hún svo við þriðja marki IBV.  Á 89.mínútu átti svo Sædís glæsilega fyrirgjöf sem Vesna kláraði með skoti af fjærstöng og innsiglaði þar glæsilegan sigur.  IBV er því áfram í 3.sæti deildarinnar.
Næsti leikur er hér heima gegn toppliði Stjörnunnar.  Leikurinn hefur verið færður til föstudagsins 26.ágúst vegna landsleikja.