Áttundi Íslendingurinn sem nær þessum áfanga

Fótbolti - Heimir Hallgrímsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu

12.ágú.2011  08:28
Fyrr í sumar bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu frá erlendu knattspyrnusambandi þegar Eyjapeyjinn Heimir Hallgrímsson lauk námi sínu hjá enska knattspyrnusambandinu.
Heimir er fimmti Íslendingurinn sem útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu frá Enska knattspyrnusambandinu. Hinir eru Guðjón Þórðarson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Willum Þór Þórsson og Þorvaldur Örlygsson.
 

Alls eru því átta Íslendingar með UEFA Pro þjálfaragráðu, en auk þeirra fimm sem áður hafa verið taldir upp eru þeir Atli Eðvaldsson, Teitur Þórðarson og Zeljko Óskar Sankovic með fyrrgreinda þjálfaragráðu.  Þá er Gorazd Mihailov einnig með UEFA Pro þjálfaragráðu en hann þjálfar hjá Hetti á Egilsstöðum.

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, er sem stendur á UEFA Pro námskeiði hjá danska knattspyrnusambandinu og mun ljúka því námi í desember. Þá er Dragan Kristinn Stojanovic nýbyrjaður á UEFA Pro námskeiði í Makedóníu.

Knattspyrnusamband Íslands óskar Heimi Hallgrímssyni innilega til hamingju með áfangann.

 

tekið af vef ksi.is

Til