Varnarmaðurinn sterki Eiður Aron Sigurbjörnsson spilaði síðasta leik sinn með ÍBV í bili að minnsta kosti gegn Fylkismönnum í gær. Eiður heldur nú til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með úrvalsdeildarliðinu Örebro.
Eiður er uppalinn hjá ÍBV og hefur bætt sinn leik jafnt og þétt undanfarin ár. Það verður gaman að sjá hann taka næstu skref í fótboltanum á komandi árum.
Eiður spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki 2008, hann hefur spilað 60 leiki og skorað í þeim 3 mörk. Eiður var síðastlinin vetur valinn í futsal landslið Íslands og var síðan valinn í æfingahóp U-21 árs landsliðsins í kjölfarið.
ÍBV óskar honum all hins besta. Vonandi munum við sjá þennan frábæra leikmann aftur á Hásteinsvelli síðar á ferlinum.