Í seinni hálfelik snérist leikurinn aðeins við en um miðjan hálfleikinn jafnaðist leikurinn. Á 73.mínútu fékk ÍBV svo dauðafæri en inn vildi boltinn ekki. Lokastaða markalaust jafntefli. ÍBV varð fyrir öðru áfalli á 75.mínútu þegar Sóley Guðmundsdóttir varð fyrir ljótri tæklingu og var borin af velli.
Á þessari stundu er ekki ljóst hversu alvarleg þessi meiðsl eru en það má búast við að Þórhildur verði frá í einhverjar vikur en einungis 6.vikur eru eftir af mótinu. Meiðsl Sóleyjar eru minni en ekki vitað enn hvenær hún verður leikhæf. Fyrr í vikunni gaf Edda María það út að hún ætlaði að snúa aftur til Stjörnunnar og til að bæta graáu ofan á svart, þá er U-17 ára landslið Íslands að fara til Sviss að spila í undanúrslitum Evrópumóts landsliða en þar eigum við þær Sísí Láru og Svövu Töru.
Næsti leikur ÍBV er á þriðjudag og því ljóst að í lið IBV vantar 5.leikmenn frá þvi í Valsleiknum. Í ljósi þessara nýju hrakfara þarf kvennaliðið að leita eftir miðjumanni fyrir lokaátök deildarinnar.