Eftir að hafa sótt að marki andstæðingana í 120.mínútur tókst okkar stúlkum ekki að koma boltanum í mark Aftureldingar og því draumurinn að komast á Laugardalsvöll því úti þetta árið. IBV stúlkur sóttu allan leikinn gegn Aftureldingu á laugardag en náðu ekki að skora gegn fjölmennri og sterkri vörn Aftureldingar. Afturelding lék mjög leiðinlegan fótbolta og gerðu ekki tilraun til að sækja að marki IBV heldur lágu með alla sína leikmenn í vörn. Leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Afturelding sigraði eftir bráðabana. Sorglegt en staðreynd.
Næsti leikur IBV í deildinni er gegn Fylki á þriðjudag í Reykjavík kl. 18.00.
Við hvetjum alla Eyjamenn til að fjölmenna á völlinn og styja stúlkurnar til sigurs.
Áfram IBV.