Það kom að því að IBV tapaði sínum fyrsta leik í úrvalsdeild kvenna. Eftir frábæra frammistöðu töpuðu okkar stúlkur gegn Stjörnunni í hörku leik þar sem IBV var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en Stjörnustúlkur áttu allan seinni hálfleikinn. Kristín Erna kom IBV yfir í fyrri hálfleik og hefði átt að skora annað mark en markvörður Stjörnunnar varði vel. Í seinni hálfleik gerðu Eyjastúlkur sig sekar um tvenn mjög slæm varnarmistök sem Stjörnustúlkur nýttu sér og því fór sem fór en okkar stúlkur geta borið höfuð hátt enda erfiður völlur heim að sækja.
IBV er því í 3.sæti deildarinnar eftir þennan leik.
Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík á þriðjudag á Hásteinsvelli kl. 18.00
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og hvetja okkar stúlkur til sigurs.
Áfram IBV.