Laugardagskvöldið 21. mai verður haldið ÍBVkvöld knattspyrnudeildar og stuðningsmannaklúbbs iBV á fastalandinu og sannkallað Eyjakvöld.
Boðið verður upp á þriggja rétta dýrindis máltíð og munu hinir ástsælu matreiðslumenn Grímur "Kokkur" Gíslason og hinn eini sanni Hörður Adolfsson á Skútanum sjá um töfrana í eldhúsinu ásamt matreiðslumönnum hússins.
Á dagskrá verða fjölbreytt dagskrá í tónum og tali m.a. happdrætti, munir tengdir leikmönnum ungum sem öldnum verða boðnir upp ásamt tónlistaratriðum svo fátt eitt sé nefnt.
Að borðhaldi og skemmtiatriðum loknum munu síðan þrjár Eyjasveitir spila á balli fram á rauðan morgun en það eru ekki minni sveitir en Logar, 7-und og Hrafnar.
Allur ágóði styrktarkvöldverðarins rennur til knattspyrnudeildar ÍBV svo okkur þætti vænt um að sem flestir gætu séð sér fært um að mæta því miðaverði hefur verið stillt í hóf.
ÍBV varningur verður til sölu á staðnum og er þetta tilvalið kvöld til að skerpa á tengslunum og þétta raðirnar meðal stuðningsmanna og fjölga þeim til muna :-D
Miðaverð fyrir mat, skemmtun og ball er aðeins kr. 5.900,-
Forsala hefst mánudaginn 16. mai og stendur fram á fimmtudagskvöld 19. maí.
Borðapantanir og forsala miða eru í síma 544 4040
Bent er á að tryggja sér borð strax og í síðasta lagi á fimmdugaskvöld (19.maí).
Mætum sem flest og styrkjum okkar menn!
Áfram ÍBV!