Fótbolti - IBV - Breiðablik

13.maí.2011  10:07
Eftir leikinn á Vodafone vellinum þar sem okkar menn sýndu gríðar góðan karakter og unnu frábæran sigur á góðu liði Valsmanna, þá tekur við nýtt verkefni á sunnudaginn kemur
 
Það er ekki mikil hvíld á milli leikja þessa dagana, spilað er þétt út maí mánuð og hefur uppskeran verið nokkuð góð þó svo að það séu ekki allir sáttir með spilamennskuna en fótbolti snýst um að ná í stig og erum við með 6 stig eftir fyrstu 3 leikina
 
Breiðablik kemur í heimsókn á sunnudaginn, á síðasta tímabili fóru báðir leikir liðina jafntefli og það má búast við hörkuleik tveggja góðra liða. Blikarnir byrjuðu mótið á  tveimur liðum sem er spáð góðu gengi í sumar og töpuðu þeim báðum, en unnu svo Grindvíkinga í síðasta leik.
 
Leikurinn hefst stundvíslega kl 16:00. Vonandi sjá flestir sér fært að koma á völlinn, þar sem stuðningurinn er gríðalega mikilvægur í þessum mikilvæga leik.