Eftir gæsahúð úr leiknum á móti Fram tekur við nýtt verkefni hjá strákunum.
Óli Þórðar og lærisveinar hans í Fylki heimsækja eyjuna fögru á laugardaginn n.k.
Það er alveg hægt að lofa báráttu þegar strákarnir spila við Fylki, Óli hefur látið Fylkisstrákana gera djúpar hnébeygjur og ekki hikað við útihlaupin í vetur, þannig það verður gríðalegur erfiður leikur sem bíður okkar manna.
Fylkismenn mæta særðir eftir síðasta leik, þar sem þeir glutruðu niður 2-0 stöðu í seinni hálfleik, þannig þeir mæta með blóð á tönnum á Hásteinsvöll
Það er spurning hvar Tryggvi verður á 93 mín á laugardaginn, eða hvort að Eiður lúrir fyrir utan teig.
Það vill engin missa af næsta leik hjá strákunum, þannig ekki láta þig vanta