Íslenska U-19 ára landsliðið í fótbolta byrjaði milliriðil sinn á því að tapa fyrir Tyrkjum 3-1 eftir að Berglind Þorvaldsdóttir hafði komið Ísland yfir með glæsilegu skallamarki.
Í dag léku stúlkurnar gegn Wales og sigruðu 2-0. Sóley Guðmundsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. Stúlkurnar eiga einn leik eftir, gegn Þjóðverjum og þurfa sigur til að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni sjálfri.