Fótbolti - Pistill III frá Oliva nova

31.mar.2011  09:11
Meistaraflokkur karla í fótbolta er í æfingaferð á Spáni. Fararstjórar ferðarinnar hafa tekið saman smá ferðarsögu. 
 
29 og 30 mars

 Það var flottur dagur hjá strákunum í gær, voru teknar tvær æfingar og tanað sig á milli svo þeir verða allir brúnir og sætir þegar þeir koma heim. Þórarinn Ingi og Tonny komu til okkar í gær,þeir voru í landsliðs verkefnum.  Berti fékk frí á seinni æfingunni til að fara með Gaua í golf og ber þeim ekki alveg saman um það hver vann.  Fyrri æfingin í dag var frekkar létt því strákarnir eiga leik við spánskt lið kl16.30.
sjá meira.
Eftir æfingu var bara tanað og tekið því rólega fram að fundi og farið í  að undirbúa sig fyrir leik.  Vonuðum við að þetta yrði betra lið en var í fyrra og var þetta eitthvað aðeins skárra og endaði leikurinn 9-0  fyrir IBV.  Gústi  sjúkraþjálfari er allur að koma til og var rólfær í dag.