Fótbolti - Pistill II frá Oliva nova

31.mar.2011  08:51
Meistaraflokkur karla í fótbolta er í æfingaferð á Spáni. Fararstjórar ferðarinnar hafa tekið saman smá ferðarsögu. 
 Mánudagur 28 mars.

 Það var sól en svalt og smá næðingur í morgunn en það var bara betra fyrir strákana, en kalt fyrir aðra meðlimi ferðarinnar. Markmennir voru teknir vel í gegn eina ferðina enn og Heimir var með spilæfingu sem kom mjög vel út. Slakað var vel á fram undir 16 þegar að seinni æfingin  byrjaði, var hún tekinn í góðum hita og síðan teygt eftir leiðsögn Leif Geirs.
sjá meira..
 Strákarnir virðast taka þessu mjög alvarlega og eru líklega þreyttir þar sem að ekki sést nokkur maður á ferli eftir kvöldmat, þar spilar kannski inní að fyrirlesturinn hjá Leif Geir hefur virkað en hann
 fjallaði um mikilvægi hvíldar og góðs svefns eftir mikil átök og að hér er frábært SPA sem að strákarnir notfæra sér. Gústi greyið náði sér í einhverja pest, og er búin að vera frá með hita og beinverki, en hann telur að hann komist í fjörið á morgunn.
 
Það kom næturgestur á eitt herbergið og var uppi fótur og fit hjá eigendum herbergisins í morgunmatnum og var frásögnin á þann veg að mikið ólíkindatól væri á ferðinn líklega sporðdreki en þetta var svo bara saklaust eðlugrey.