Fótbolti - Ferðapistill Ágústu frá Oliva Nova

28.mar.2011  10:11

Æfingarferð hjá meistaraflokki karla

Undirbúningur strákanna í meistaraflokki stendur nú sem hæst og eru þeir nú staddir í æfingarbúðum á Oliva Nova á Spáni. Þar munu strákarnir dvelja í rúma viku og æfa við bestu mögulegu aðstæður.
 
Fararstjórar ferðarinnar eru Ágústa og Gaui. Hér kemur smá pistill frá Ágústu.
 
Jæja loksins kemur smá ferðapistill frá okkur á Oliva nova

 Eftir vel heppnaða verslunarferð til London þar sem keyptir voru skór í  svo miklu magni, að við lentum í að greiða ríflega fyrir yfirvigt, lentum  við á Spáni um kl. 21:00 í gærkveldi, við vorum í samfloti með  Njarðvíkingum sem  dvelja hér með okkur.
 

Konur og skóbúðir hafa allt aðra merkingu í mínum huga eftir þetta. Þær eru bara ræflar miðað við strákanna. Stolt af þeim. Á Gatwik hittum við tvo stráka frá Crew sem verða með okkur til 31 mars á reynslu.Markmansþjálfari frá Serbíu verður með okkur þessa viku  og vill einn markmaðurinn meina að hann sé sonarsonur Adolfs Hitlers þvi  hann er búin að láta þá taka vel á því í dag.
 
Hér er búið að vera gott veður í dag og kröftugar æfingar hjá strákunum. Teknar eru 2 æfingar á
 dag kl 9 og kl 16 og eru það um 2 tíma æfingar. Leifur Geir er hér með  okkur og var með flottan fyrirlestur fyrir strákana í kvöld um markmið,  mataræði og fl. Einnig var Heimir með fyrirlestur m.a æfingar og  markmið  meistaraflokksins og einnig kynnti hann IBV fyrir  útlendingunum.
 
Einnig tók Leifur Geir farastjórann í Crossfit í dag og  notaði hana sem sýningardúkku í teygjuæfingum á hún eftir að kenna á  því á morgunn. Þar sem að einhverjir kvörtuðu um að morgunæfingin væri
 of fljótt eftir morgunmatinn þá verður hann kl 7.30 á morgun.
 
Ágústa.