Karlalið ÍBV lék tvo leiki í Lengjubikarnum um helgina. Á föstudagskvöld léku þeir gegn Víkingi frá Ólafsvík en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Víkingar fengu tækifæri til að komast yfir í byrjun þegar þeir fengu vítaspyrnu sem þeir nýttu ekki. Denis Sytnik kom ÍBV svo yfir með marki beint úr aukaspyrnu og í síðari hálfleik bætti Anton Bjarnason við marki. En 1. deildarlið Víkings gafst ekki upp og náði að jafna metin. Lokatölur urðu því 2:2 en þetta var jafnframt fyrsta stig ÍBV í 2. riðli Lengjubikarsins.
Aðeins um 14 klukkustundum síðar voru strákarnir svo mættir til leiks gegn Fjölni í Egilshöll. Til að gera langa sögu stutta þá tókst hvorugu liðinu að skora og lokatölur því 0:0.
ÍBV er í 6. sæti riðilsins með tvö stig eftir fjóra leiki. Valur er efst með níu stig eftir þrjá leiki og Fjölnir er í öðru sæti með sjö stig eftir fjóra leiki. Alls eru átta lið í riðlinum.
Liðið sem mætti Fjölni var þannig skipað:
Gult spjald: Andri Ólafsson, ÍBV ('24), Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV ('31), Gunnar Valur Gunnarsson, Fjölnir ('37), Viðar Guðjónsson, Fjölnir ('73)
ÍBV: Abel Dhaira, Arnór Eyvar Ólafsson (Tonny Mawejje '46), Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Þórarinn Ingi Valdimarsson (Hjálmar Viðarsson '78), Andri Ólafsson (Yngvi Borgþórsson '73), Finnur Ólafsson (Brynjar Gauti Guðjónsson '63), Tryggvi Guðmundsson, Guðmundur Þórarinsson (Anton Bjarnason '63), Kjartan Guðjónsson (Denis Sytnik '46), Ian Jeffs.