Fótbolti - Flottur sigur hjá fótboltastelpunum.

12.mar.2011  19:35
Kvennalið ÍBV í fótbolta lék æfingaleik í gær gegn KR í Akraneshöll.  Leikurinn var jafn framan af en KR stúlkur náðu forystu um miðjan hálfleik.  IBV stúlkur jöfnuðu 4.mínútum síðar með marki frá Krístínu Ernu af stuttu færi eftir góðan undirbúning Vesnu.  Rétt fyrir leikhlé skoruðu KR stúlkur sitt annað mark og staðan því í hálfleik 2-1 KR í vil.  Fljótlega í seinni hálfleik skoruðu KR stúlkur sitt þriðja mark og útlitið því dökkt fyrir okkar stúlkur.  En fljótlega eftir þetta tóku okkar stúlkur öll völd á vellinum og minnkaði Danka munin með glæsilegu skotu af 25.m færi.  Danka jafnaði svo metin þegar 15.mín voru til leiksloka aftur með þrumuskoti af löngu færi.  Áfram héldu okkar stúlkur að sækja og uppskáru sigurmarkið rétt fyrir leikslon þegar Hlíf Hauksdóttir skoraði eftir fyrirgjöf frá Vesnu.  Glæsileg frammistaða okkar stúlkna. 
Næstu leikir eru um næstu helgi.  Á föstudag er æfingaleikur gegn Þrótti og á laugardag mæta stúlkurnar Aftureldingu í Lengjubikarnum.