Gunnar Heiðar Þorvaldsson semur í dag við sitt gamla uppeldisfélag eftir dvöl á erlendri grundu. Hann hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin ár í Svíþjóð, Þýskalandi, Noregi, Englandi og Danmörku. Gunnar varð nýlega laus allra mála hjá Esbjerg í Danmörku og kemur því til ÍBV á frjálsri sölu.
Gunnar Heiðar hefur leikið 22 A-landsliðsleiki og skorað í þeim 5 mörk. Síðast lék hann gegn Portúgal þann 12. Október 2010. Auk þess hefur hann leikið 15 landsleiki með yngri landsliðunum. Hann lék með ÍBV á árunum 1999-2004 og hefur spilað 83 leiki og skorað 39 mörk fyrir félagið. Gunnar Heiðar hefur m.a. orðið markakóngur í Svíþjóð og á Íslandi.
ÍBV og stuðningsmenn félagsins fagna því að fá þennan mikla markaskorara heim og Það verður gaman að sjá Gunnar Heiðar aftur á Hásteinsvelli í sumar í baráttunni með sínum gömlu félögum.
Árangur meistaraflokks karla á síðasta ári hleypti miklu lífi í bæjarfélagið og fengu leikmenn og stuðningsmenn byr í seglin í toppbaráttunni. Vonandi verður svo áfram, enda er metnaður félagsins að spila á meðal þeirra bestu og gera eins vel og mögulegt er. Knattspyrnudeild ÍBV hefur undanfarin ár verið rekin hallalaus og sýnir nýlegt uppgjör að árið 2010 var réttu megin við núllið. Það hefur tekist með samamstilltu átaki Eyjamanna og velunnara liðsins. Það ber að þakka.
Myndir: fotbolti.net