Fótbolti - Þrif og Bón um helgina ásamt fiskisölu í Týsheimilinu

10.feb.2011  17:01
Strákarnir í meistaraflokki fótbolta ætla á laugardaginn að þrífa og bóna bíla fyrir eyjaskeggja í porti Áhaldahúsins. Strákarnir muna í leiðinni selja fisk í félagsheimili ÍBV íþróttafélags, Týsheimilinu á sama tíma. Þrifin og salan hefjast klukkan 14:00 næst komandi laugardag og stendur til 18:00 sama dag. Verðskrá er nánar í frétt.
Bón og þrif á venjulegum bíl: 5000 krónur.
Bón og þrif á stærri bíl(jeppa): 7500 krónur.
 
Kílóverð fyrir Ýsu er 800 krónur. Einnig verður til sölu takmarkað magn af Skötusel.
 
Við hvetjum fólk að kíkja við á strákana og styrkja þá, en bendum um leið á að kolaportsdagurinn frestast um ókveðinn tíma.