Fótbolti - Kolaportsdagur í Týsheimilinu og þrif og bón í Áhaldahúsinu laugard. 12. feb

08.feb.2011  18:29
Leikmenn í meistaraflokki karla munu standa fyrir Kolaportsdegi í Týsheimilinu aðra helgi eða laugardaginn 12 febrúar. Sama dag verður einnig hægt að fara með bílinn í þrif og bón í port Áhaldahúsins.
 
 
Verslunareigendur hér í bæ sem og einstaklingar geta því tekið sig saman og selt varning sem ekki kemst lengur fyrir á lagernum/fataskápnum/bílskúrnum.
 
Gott tækifyrir einstaklinga að losa sig við gamalt dót úr bílskúrnum eða geymslunni. Fleiri en einn geta leigt saman bás og selt hvað sem þeim langar.
 
Leikmenn munu selja fisk á góðu verði, einnig verður hægt að kaupa ÍBV varning og heitt verður á könnunni.
 
Guðmundur Þórarins einn af nýjustu leikmönnum ÍBV mun taka lagið, einnig eigum við von á því að Elías Fannar taki nokkur lög.
 
Það verður því sannkölluð Fjölskyldustemmning í Týsheimilinu annan laugardag 12. febrúar.
 
Þeir sem hafa áhuga á að vera með bás er bent á að hafa samband við Andra Ólafs í síma 865-6166 eða Þórarinn Inga 772-4005.  Verðið er 15.000 kr. fyrir básinn.