leika tvo leiki í fotbolti.net mótinu í vikunni

Fótbolti - Útlendingarnir mættir til Eyja

25.jan.2011  18:27
Í síðustu viku mætti danski varnarmaðurinn Rasmus Christansen aftur til æfinga hjá liðinu, einnig lenti Abel Dhaira landsliðsmarkvörður Úganda á klakanum og spiluðu báðir þessir sigurleikinn gegn Stjörnunni í fotbolti.net mótinu síðastliðna helgi.
 
Í gær komu síðan Tony Mawejje og Denis Sytnik til Eyja, og verða þeir klárir í leikinn gegn ÍA á fimmtudaginn(27.jan) kl. 19:00 í Akraneshöllinni og gegn FH í Kórnum kl. 11:45 á laugardag (29.jan). Báðir þessir leikir eru í fotbolti.net mótinu, en með góðum úrslitum úr þessum leikjum geta strákarnir tryggt sér sigur í riðlinum og um leið rétt til að spila úrslitaleik keppninnar.
 
Útlendingarnir hafa venjulega verið að skila sér rétt fyrir mót, en nú getur liðið æft við toppaðstæður yfir vetrartíman í Eyjum. Leikmennirnir fá því rúma þrjá mánuði til að slípa sig saman fyrir alvöruna, en strákarnir eiga fyrsta leikinn sinn í Pepsídeildinni gegn Fram þann 2. maí á Hásteinsvelli.