Fótbolti - Strákarnir í ÍBV stóðu sig frábærlega með landsliði Íslands um helgina

25.jan.2011  18:12
Nú er lokið landsliðsverkefni strákanna í ÍBV í futsal (innanhúsfótbolta). Liðið lék þrjá leiki, sigraði tvo en tapaði einum, það munaði í raun aðeins einu marki að strákarnir sigruðu riðilinn og færu áfram, en núna er liðið reynslunni ríkari eftir þessa þrjá fystu leiki Íslands í þessari íþrótt. 
 
 Strákarnir í ÍBV léku stórt hlutverk. Albert Sævarsson stóð vaktina í markinu og spilaði alla leikina þrjá nánast að fullu, líkt og í sumar lét hann menn heyra það í vörninni og stýrði liðinu vel.  sjá meira..
 
Tryggvi Guðmundsson var fyrirliði liðsins og leiddi liðið áfram í mótinu, Tryggvi skoraði auk þess tvö mork og gaf nokkrar stoðsendingar eins og honum er von og vísa.
 
Þórarinn Ingi fór hreinlega á kostum og var manna bestur hjá Íslenska liðinu, hann skoraði fjögur mörk í keppninni.
 
Eiður Aron spilaði líklega mest af útivallar leikmönnum liðsins og segir það sitt um mikilvægi hans í hópnum, hann var gríðarlega traustur sem fyrr og sýndi oft á tíðum skemmtileg tilþrif.
 
Brynjar Gauti varnartröllið efnilega var ógnvænlegur í vörn liðsins og komust fáir í gegn þegar kappinn kom inn í vörnina.
 
Strákarnir og Willum þjálfari eru því líklega sáttir við góða og skemmtilega helgi með